Innlent

Ekki búið að selja kvótann

„Þetta er allt í stoppi núna," segir Óli Bjarni Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, en hann vinnur að sölu aflaheimilda sinna sem eru um tólf hundruð þorskígildistonn. Málið er mjög stórt fyrir Grímseyinga þar sem aflaheimildir Óla nema fjörutíu prósentum allra aflaheimilda í eynni.

Viðræður höfðu farið fram við útgerðarfélagið Von í Sandgerði en ekki var gengið frá sölunni þar sem Von tókst ekki að fjármagna kaupin. Þá hafa staðið yfir viðræður við útgerðarfélagið GPG á Húsavík en ekki hefur enn náðst samkomulag um kaupverð.

Óli segir að ranglega hafi komið fram í frétt Morgunblaðsins að kílóverðið sem hann vildi fá væri tvö hundruð krónum yfir markaðsverði. Hið rétta væri að verðið væri sjötíu krónum yfir markaðsverði. Áfram verður unnið að því að selja aflaheimildirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×