Boðar samstöðu og sættir flokksmanna 20. ágúst 2006 03:30 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni. Fréttir Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira