Fagaðilar óttast breytingar 17. ágúst 2006 22:15 Björn Ingi Hrafnsson MYND/Hörður Sveinsson Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira