Alcoa kærir fjórtán mótmælendur 16. ágúst 2006 17:32 Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið
Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira