Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu 15. ágúst 2006 15:22 Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira