Fótbolti

Á leið til Real Madrid

Jose Antonio Reyes virðist vera á leið til heimalandsins á ný og talið er að Arsenal muni fara fram á um 16 milljónir punda fyrir hann
Jose Antonio Reyes virðist vera á leið til heimalandsins á ný og talið er að Arsenal muni fara fram á um 16 milljónir punda fyrir hann NordicPhotos/GettyImages

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hja Arsenal gangi í raðir Real Madrid. Reyes segir í samtali við breska fjölmiðla í dag að það sé draumur hans að spila fyrir Real og þakkar knattspyrustjóra sínum fyrir að greiða sér leiðina aftur heim til Spánar.



"Draumur minn að spila fyrir Real Madrid færist æ nær og það er erfitt að halda ró sinni undir þeim kringumstæðum," sagði Reyes í samtali við breska blaðið The Sun, en hann var ekki í leikmannahópi Arsenal gegn Zagreb í Evrópukeppninni á dögunum, sem þótti renna stoðum undir það að hann væri á förum.



"Ég vil nota þetta tækifæri og þakka knattspyrnustjóra mínum Arsene Wenger fyrir að sýna mér skilning og greiða leið mína í þessum félagaskiptum. Hann hefur brugðist við eins og honum einum er lagið - sem sannkallaður herramaður," sagði Reyes og ber því við að hann hafi aldrei náð að aðlagast á Englandi síðan hann gekk í raðir Arsenal frá Sevilla á sínum tíma. Hann er nú er staddur hér á landi þar sem hann mætir íslenska landsliðinu í vináttuleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×