Innlent

Kreditkortavelta eykst um nær fjórðung

MYND/Vilhelm
Kreditkortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins var 22,1 prósenti meiri en á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt Hagstofunni er hefur veltan aukist um 18,3 síðustu tólf mánuði samanborið við mánuðina tólf þar á undan.

Debetkortavelta jókst að sama skapi um 9,8 prósent í janúar til júní 2006 miðað við sama tímabil í fyrra og er aukning síðustu tólf mánaða 13,6 prósent. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila um 15,7 prósent síðustu tólf mánuði. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,5 prósent frá janúar til júní 2006 og erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 15,2 á tímabilinu borið saman við sama tíma í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×