Krefst rannsóknar á framgöngu lögreglu gegn mótmælendum 9. ágúst 2006 11:00 Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárhnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Í ályktun flokksstjórnar er minnt á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt. Þá krefst flokkstjórn VG þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins, eins og segir í ályktun flokksstjórnar VG. Ennfremur segir að kanna þurfi sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafi í fjölmiðlum gefi fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þurfi ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, telur flokksstjórn VG að þurfi þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárhnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Í ályktun flokksstjórnar er minnt á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt. Þá krefst flokkstjórn VG þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins, eins og segir í ályktun flokksstjórnar VG. Ennfremur segir að kanna þurfi sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafi í fjölmiðlum gefi fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þurfi ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, telur flokksstjórn VG að þurfi þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira