Fjöldi þeirra Íslendinga sem gistir á hótelum hér á landi hefur aukist um fimmtung. Ferðamálastjóri segir ánægjulegt að Íslendingar ferðist meira innanlands.
Nýjar tölur um gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum sýna að þeim fjölgaði um 8% frá júní árið 2005. Þeim Íslendingum sem gistu á hótelum hér á landi í júní fjölgað um 22% frá júní árið 2005. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir aukingu í ferðalögum Íslendinga um eigið land vera verulega og það sé ánægjulegt.