Marel kaupir danskan keppinaut 7. ágúst 2006 14:16 Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira