Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða.
Ökumaðurinn má því búast við að missa skírteinið í tvo mánuði og greiða sekt að auki.