Michael Schumacher sendi heimsmeistaranum Fernando Alonso skýr skilaboð á æfingu fyrir Þýskalandskappaksturinn í dag þegar hann náði bestum tíma allra aðalökumanna á Hockenheim brautinni á æfingum. Alonso náði fimmtánda besta tímanum.
Þjóðverjinn hefur verið í miklu stuði undanfarið og stefnir á að vinna sína þriðju keppni í röð um helgina þegar keppnin fer fram í heimalandi hans.