Fótbolti

Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy

Ruud Van Nistelrooy er orðaður við stórliðin á meginlandinu
Ruud Van Nistelrooy er orðaður við stórliðin á meginlandinu NordicPhotos/GettyImages

Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós.

Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayern hefur sagt að Nistelrooy vilji ganga í raðir þýska liðsins, en nú hefur nýkjörinn forseti Real Madrid sagt sína meiningu í málinu og segir að Fabio Capello hafi fullan hug á að kaupa Nistelrooy til Real Madrid.

"Fabio er nokkuð hrifinn af Nistelrooy og telur að hann gæti náð mjög vel saman við Ronaldo. Við ætlum að kaupa nokkra leikmenn, peningarnir eru til staðar og Capello hefur þegar gefið upp hvaða leikmenn hann hefur áhuga á að fá í liðið," sagði Ramon Calderon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×