FL Group kaupir fjórðungshlut í Straumi-Burðarási 27. júní 2006 23:54 FL Group hefur keypt 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. af Magnúsi Kristinssyni, varaformanni stjórnar, og Kristni Björnssyni stjórnarmanni. Fram kemur í tilkynningu frá Fl Group að andvirði viðskiptanna sé um 47 milljarðar króna en eftir kaupin mun FL Group eiga tæplega 26% hlutafjár í Straumi-Burðarás.Greitt verður fyrir bréfin með hlutabréfum í Kaupþingi banka og FL Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits á kaupum á virkum eignarhlut í Straumi-Burðarás sem og samþykki hluthafafundar FL Group á útgáfu nýrra hluta í félaginu.Haft er eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, að kaupin séu í takt við þá stefnu FL Group að vera áhrifafjárfestir í félögum með mikla vaxtarmöguleika. „Við hlökkum til samstarfsins við aðra hluthafa í Straumi-Burðarás og sjáum ýmis tækifæri til sóknar, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, fyrir þennan öfluga fjárfestingarbanka. FL Group kemur víða við í fjárfestingum sínum og kappkostar á öllum vígstöðvum að vinna af heilindum með öðrum hluthöfum að árangursríkum rekstri."Magnús Kristinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölunnar. Þar segir meðal annars: „Ég tel að það sé Straumi farsælast að brjóta upp það eigendamynstur sem verið hefur í félaginu og freista þess þann veg að ná fram sáttum um áherslur og framtíðarsýn Straums Burðaráss fjárfestingarbanka hf. Jafnframt tel ég og þeir sem mér tengjast mjög áhugavert að koma til liðs við FL Group hf. sem hefur á liðnum misserum sýnt frábæra hæfni til endurnýjunar; byggir á traustum stoðum kjarnastarfsemi og nýrri sýn við árangursmiðaðar fjárfestingar innan lands sem utan. Samstarf þessara tveggja félaga á því að geta komið öllum hluthöfum þeirra til góða“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
FL Group hefur keypt 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. af Magnúsi Kristinssyni, varaformanni stjórnar, og Kristni Björnssyni stjórnarmanni. Fram kemur í tilkynningu frá Fl Group að andvirði viðskiptanna sé um 47 milljarðar króna en eftir kaupin mun FL Group eiga tæplega 26% hlutafjár í Straumi-Burðarás.Greitt verður fyrir bréfin með hlutabréfum í Kaupþingi banka og FL Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits á kaupum á virkum eignarhlut í Straumi-Burðarás sem og samþykki hluthafafundar FL Group á útgáfu nýrra hluta í félaginu.Haft er eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, að kaupin séu í takt við þá stefnu FL Group að vera áhrifafjárfestir í félögum með mikla vaxtarmöguleika. „Við hlökkum til samstarfsins við aðra hluthafa í Straumi-Burðarás og sjáum ýmis tækifæri til sóknar, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, fyrir þennan öfluga fjárfestingarbanka. FL Group kemur víða við í fjárfestingum sínum og kappkostar á öllum vígstöðvum að vinna af heilindum með öðrum hluthöfum að árangursríkum rekstri."Magnús Kristinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölunnar. Þar segir meðal annars: „Ég tel að það sé Straumi farsælast að brjóta upp það eigendamynstur sem verið hefur í félaginu og freista þess þann veg að ná fram sáttum um áherslur og framtíðarsýn Straums Burðaráss fjárfestingarbanka hf. Jafnframt tel ég og þeir sem mér tengjast mjög áhugavert að koma til liðs við FL Group hf. sem hefur á liðnum misserum sýnt frábæra hæfni til endurnýjunar; byggir á traustum stoðum kjarnastarfsemi og nýrri sýn við árangursmiðaðar fjárfestingar innan lands sem utan. Samstarf þessara tveggja félaga á því að geta komið öllum hluthöfum þeirra til góða“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira