Ný kauphöll í Bretlandi? 19. júní 2006 11:23 Mynd/AFP Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem þar er fyrir. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. NYSE hafði áhuga á yfirtöku á kauphöllinni í Lundúnum (LSE)en eftir kaup Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins á fjórðungshlut í LSE runnu þær væntingar út í sandinn. Thain sagði í samtali við blaðið að NYSEgæti sett á laggirnar nýja kauphöll í Bretlandi til móts við LSE. Ástæðan fyrir samrunatilraunum bandarískra kauphalla við evrópskar kauphallir er m.a. sú að þeim bandarísku hefur ekki tekist að laða erlend fyrirtæki til skráningar í Bandaríkjunum í kjölfar hertari reglugerða um verðbréfamarkaði og fyrirtækjaskráningu í kjölfar Enron-hneykslisins. Yfirtökutilboð NYSE í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kauphallir í Belgíu og Hollandi, Frakklandi og í Portúgal, hefur þegar verið tilkynnt en með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með viðskipti beggja vegna Atlantshafsins. Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, hefur lengi haft áhuga á samruna við Euronext og hefur verið haft eftir forstjóra kauphallarinnar að þær áætlanir hafi ekki verið blásnar af þrátt fyrir samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem þar er fyrir. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. NYSE hafði áhuga á yfirtöku á kauphöllinni í Lundúnum (LSE)en eftir kaup Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins á fjórðungshlut í LSE runnu þær væntingar út í sandinn. Thain sagði í samtali við blaðið að NYSEgæti sett á laggirnar nýja kauphöll í Bretlandi til móts við LSE. Ástæðan fyrir samrunatilraunum bandarískra kauphalla við evrópskar kauphallir er m.a. sú að þeim bandarísku hefur ekki tekist að laða erlend fyrirtæki til skráningar í Bandaríkjunum í kjölfar hertari reglugerða um verðbréfamarkaði og fyrirtækjaskráningu í kjölfar Enron-hneykslisins. Yfirtökutilboð NYSE í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kauphallir í Belgíu og Hollandi, Frakklandi og í Portúgal, hefur þegar verið tilkynnt en með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með viðskipti beggja vegna Atlantshafsins. Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, hefur lengi haft áhuga á samruna við Euronext og hefur verið haft eftir forstjóra kauphallarinnar að þær áætlanir hafi ekki verið blásnar af þrátt fyrir samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf