Innlent

Þurfa ekki að bera vitni í Baugsmálinu

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands MYND/Vísir

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að settur ríkissaksóknari og dómstjóri Hérðasdóms Reykjavíkur, þyrftu ekki að vera vitni í Baugsmálinu.

Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar vildu að Helgi I. Jónsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, upplýstu um samskipti sín í tengslum við endurútgáfu ákæru í málinu, en verjendurnir töldu settan saksóknara hafa haft afskipti af því hver yrði skipaður dómari í málinu. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms. Málflutningur í Baugsmálinu á að hefjast aftur á miðvikudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×