Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu 10. júní 2006 18:45 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. Gengið verður til atkvæðagreiðslunnar 26. júlí næstkomandi. Þessi ákvörðun Abbas mun að öllum líkindum auka enn á ófriðinn á sjálfsstjórnarsvæðunum en leiðtogi Hamas, sem stýrir heimastjórninni, hefur farið þess á leit við Abbas að ekki verði kosið um þetta málefni. Sjö meðlimir sömu fjölskyldunnar sem féllu í árás Ísraelshers á strönd á Gaza-svæðinu í gær voru bornir til grafar í dag. Mörg þúsund Palestínumenn voru viðstaddir. Abbas sagði árásina glæp sem jafnaðist á við þjóðarmorð og hvatti alþjóðsamfélagið til að skerast í leikinn. Abbas lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og voru götur Gaza-borgar og Ramallah nánast auðar í morgun og allar verslanir lokaðar í dag. Ísraelsmenn segja árásina í rannsókn. Hamas-samtökin rufu 16 mánaða vopnahlé vegna atburðanna í nótt þegar þeir skutu flugskeytum á ísraelskt landssvæði. Engan sakaði. Átökin á Gaza-ströndinni hafa magnast eftir því sem liðið hefur á daginn og varð einn leiðtogi öryggissveita Fatha-samtaka Abbas forseta á milli þegar til skotbardaga kom milli Fatah- og Hamas-liða. Hann var þegar fluttur af vettvangi en ekki er vitað hvort hann særðist. Til átaka kom þegar verið var að bera foringja í öryggissveitum Fatah til grafar en hann féll þegar reynt var að ræna honum snemma í morgun. Fatah-liðar segja Hamas-menn standa að baki morðinu og mættu ekki til fundar við Ismail Hanieyh, forsætisráðherra, síðdegis í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. Gengið verður til atkvæðagreiðslunnar 26. júlí næstkomandi. Þessi ákvörðun Abbas mun að öllum líkindum auka enn á ófriðinn á sjálfsstjórnarsvæðunum en leiðtogi Hamas, sem stýrir heimastjórninni, hefur farið þess á leit við Abbas að ekki verði kosið um þetta málefni. Sjö meðlimir sömu fjölskyldunnar sem féllu í árás Ísraelshers á strönd á Gaza-svæðinu í gær voru bornir til grafar í dag. Mörg þúsund Palestínumenn voru viðstaddir. Abbas sagði árásina glæp sem jafnaðist á við þjóðarmorð og hvatti alþjóðsamfélagið til að skerast í leikinn. Abbas lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og voru götur Gaza-borgar og Ramallah nánast auðar í morgun og allar verslanir lokaðar í dag. Ísraelsmenn segja árásina í rannsókn. Hamas-samtökin rufu 16 mánaða vopnahlé vegna atburðanna í nótt þegar þeir skutu flugskeytum á ísraelskt landssvæði. Engan sakaði. Átökin á Gaza-ströndinni hafa magnast eftir því sem liðið hefur á daginn og varð einn leiðtogi öryggissveita Fatha-samtaka Abbas forseta á milli þegar til skotbardaga kom milli Fatah- og Hamas-liða. Hann var þegar fluttur af vettvangi en ekki er vitað hvort hann særðist. Til átaka kom þegar verið var að bera foringja í öryggissveitum Fatah til grafar en hann féll þegar reynt var að ræna honum snemma í morgun. Fatah-liðar segja Hamas-menn standa að baki morðinu og mættu ekki til fundar við Ismail Hanieyh, forsætisráðherra, síðdegis í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira