Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara 9. júní 2006 12:00 MYND/E.Ól Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. Enn einn angi Baugsmálsins var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fóru fram á að Helgi I. Jónsson dómstjóri héraðsdóms Reykjavíkur og Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari bæru vitni í málinu. Þar vísa þeir til bréfa þar sem fram kemur að settur saksóknari og dómstjóri hafi átt í samskiptum áður en ný ákæra var gefin út í málinu. Í samtali þeirra hafi settur saksóknari bent á vanhæfi Péturs Guðgeirssonar héraðsdómara til að fara með málið en hann var formaður dómsins í þegar fyrri ákæra málsins fór fyrir héraðsdóm. Einn endurskoðandi ákæruvaldsins er skyldur maka Péturs og er sá endurskoðandi á vitnalista ákæruvaldsins sem gerir Pétur vanhæfan. Settur saksóknari benti dómstjóra á þetta vanhæfi áður en hann skipaði dómara til þess að fara með málið. Þar sem þessi ábending var gerð án þess að verjendur væru viðstaddir telja verjendur að vinnureglur hafi verið brotnar. Eins telja verjendur endurskoðandann ekki nauðsynlegan fyrir málsmeðferð ákæruvaldsins frekar en í fyrra málinu en því er settur saksóknari ósammála. Hann telur líka ekki sjálfsagt að sami dómari fari með þetta mál og það fyrra enda eigi handahóf að ráða hvaða dómari fari með hvaða mál. Verjendur telja samskipti setts saksóknara og dómstjóra sérstaklega óviðeigandi þar sem settur saksóknari er fyrrum starfsmaður dómstólsins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. Enn einn angi Baugsmálsins var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fóru fram á að Helgi I. Jónsson dómstjóri héraðsdóms Reykjavíkur og Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari bæru vitni í málinu. Þar vísa þeir til bréfa þar sem fram kemur að settur saksóknari og dómstjóri hafi átt í samskiptum áður en ný ákæra var gefin út í málinu. Í samtali þeirra hafi settur saksóknari bent á vanhæfi Péturs Guðgeirssonar héraðsdómara til að fara með málið en hann var formaður dómsins í þegar fyrri ákæra málsins fór fyrir héraðsdóm. Einn endurskoðandi ákæruvaldsins er skyldur maka Péturs og er sá endurskoðandi á vitnalista ákæruvaldsins sem gerir Pétur vanhæfan. Settur saksóknari benti dómstjóra á þetta vanhæfi áður en hann skipaði dómara til þess að fara með málið. Þar sem þessi ábending var gerð án þess að verjendur væru viðstaddir telja verjendur að vinnureglur hafi verið brotnar. Eins telja verjendur endurskoðandann ekki nauðsynlegan fyrir málsmeðferð ákæruvaldsins frekar en í fyrra málinu en því er settur saksóknari ósammála. Hann telur líka ekki sjálfsagt að sami dómari fari með þetta mál og það fyrra enda eigi handahóf að ráða hvaða dómari fari með hvaða mál. Verjendur telja samskipti setts saksóknara og dómstjóra sérstaklega óviðeigandi þar sem settur saksóknari er fyrrum starfsmaður dómstólsins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira