Erlent

Barist við skógarelda í Portúgal

MYND/VÍSIR
Um tvö hundruð slökkviliðsmenn berjast nú við mikla skógarelda sem geisa í norðurhluta Portúgals.

Stjórnvöld segja að eldhafið sé um þrjátíu kílómetra breitt og miklir sviptivindar og hátt hitastig geri að verkum að sífellt stærra landsvæði verði nú eldinum að bráð. Engum hefur þó orðið meint af né tjón orðið á mannvirkjum, enn sem komið er í það minnsta. Eldurinn kviknaði í Barcelos í Norður-Portúgal á sunnudaginn, rúmlega 350 kílómetra norður af höfuðborginni, Lissabon. Á síðasta ári beið tuttugu og einn bana í Portúgal af völdum skógarelda og um 800 þúsund ekrur af skóglendi eyðilögðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×