Erlent

Næstu ár gætu orðið enn mannskæðari

Meira en eitt hundrað milljónir gætu látist af völdum alnæmis í Afríku einni saman á næstu tuttugu og fimm árum, gangi svartsýnustu spádómar Sameinuðu Þjóðanna eftir.

Nú eru liðin tuttugu og fimm ár síðan alnæmi greindist fyrst og síðan þá hafa tuttugu og fimm milljónir látið lífið af völdum sjúkdómsins í heiminum.

Margt bendir til að næstu tuttugu og fimm ár gætu orðið enn mannskæðari. Miðað við mannfjöldaspár og útbreiðslu sjúkdómsins gætu meira en þrjátíu milljónir fallið á Indlandi og meira en eitt hundrað milljónir í Afríku einni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×