NYSE og Euronext sameinast 2. júní 2006 09:40 Euronext. MYND/AP Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Markaðsvirði sameinaðra kauphalla verður 20 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 1.448 milljarða íslenskra króna. Stjórnir beggja kauphalla segja að um samruna „jafningja" sé að ræða. Kauphöllin í New York atti kappi við þýsku kauphöllina, Deutsche Börse, um kaup á Euronext. Bitbeinið stóð hins vegar um höfuðstöðvar markaðarins en stjórn Deutsche Börse krafðist þess að ef yrði af kaupum í Euronext yrðu höfuðstöðvarnar færðar til Frankfurt. Meirihluti hluthafa í Euronext ákvað að ganga til samninga við NYSE, sem bauð hluthöfum samevrópska markaðarins 10 milljarða dali, 724 milljarða íslenskar krónur, auk hluta í NYSE fyrir Euronext. Einn hlutur í NYSE mun jafngilda einum hlut í sameinaðri kauphöll, sem mun eftirleiðis heita NYSE Euronext. Fleiri kauphallir hafa hug á sameiningu til að efla samkeppnisstöðu sína, sér í lagi eftir að rafrænum viðskiptum tók að fjölga. Stjórn Euronext reyndi sjálf að kaupa kauphöllina í Lúndúnum (LSE) í Bretlandi en dró í land þegar bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hóf að auka við hlut sinn í LSE. Nasdaq á nú fjórðungshlut í LSE og er stærsti einstaki hluthafinn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Markaðsvirði sameinaðra kauphalla verður 20 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 1.448 milljarða íslenskra króna. Stjórnir beggja kauphalla segja að um samruna „jafningja" sé að ræða. Kauphöllin í New York atti kappi við þýsku kauphöllina, Deutsche Börse, um kaup á Euronext. Bitbeinið stóð hins vegar um höfuðstöðvar markaðarins en stjórn Deutsche Börse krafðist þess að ef yrði af kaupum í Euronext yrðu höfuðstöðvarnar færðar til Frankfurt. Meirihluti hluthafa í Euronext ákvað að ganga til samninga við NYSE, sem bauð hluthöfum samevrópska markaðarins 10 milljarða dali, 724 milljarða íslenskar krónur, auk hluta í NYSE fyrir Euronext. Einn hlutur í NYSE mun jafngilda einum hlut í sameinaðri kauphöll, sem mun eftirleiðis heita NYSE Euronext. Fleiri kauphallir hafa hug á sameiningu til að efla samkeppnisstöðu sína, sér í lagi eftir að rafrænum viðskiptum tók að fjölga. Stjórn Euronext reyndi sjálf að kaupa kauphöllina í Lúndúnum (LSE) í Bretlandi en dró í land þegar bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hóf að auka við hlut sinn í LSE. Nasdaq á nú fjórðungshlut í LSE og er stærsti einstaki hluthafinn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira