Erlent

Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti.
Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti. MYND/AP

Íranar tilkynntu í morgun að þeir myndu ekki hætta auðgun úrans, þrátt fyrir sáttaumleitan Bandaríkjamanna í gær.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði er þó sett að Íranar hætti þegar auðgun úrans.

Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær breyttri afstöðu Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilunni við Írana, og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda.

Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Þýskaland og Kína, funda um málið í Vín í Austurríki í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×