Innlent

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið

Bolungarvík
Bolungarvík MYND/Brgir Þór

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi þegar K-listi og A-listi í Bolungarvík mynduðu meirihluta án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta, í rúmlega sextíu ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur. Sjálfstæðismenn, Óháðir og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta á Húsavík og í nágrannabyggðum í gærkvöldi. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ætla að halda áfram meirihlutaviðræðum í Árborg í dag. Um tuttugu prósent kjósenda strikuðu yfir nafn Eyþórs Arnalds, efsta manns á D-listanum, í kosningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×