Innlent

Þreifingar fyrir meirihlutamyndun í borginni

Oddvitar flokkanna í Reykjavík vildu ekkert gefa upp um þreifingar fyrir meirihlutamyndun í borginni. Ýmsir spá því að Sjálfstæðisflokkur leiti til annað hvort Frjálslynda flokksins eða Framsóknar um meirihlutasamstarf.

Þar sem R-listaflokkarnir náðu ekki meirihluta samanlagt þykir líklegast að Sjálfstæðisflokkur með sína sjö biðli annað hvort til Frjálslyndra eða Framsóknarflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vildi ekkert gefa upp um meirihlutaþreifingar og sagði engan fund hafa verið boðaðan.

Það þykir hæpið að náist að mynda meirihluta án þátttöku sjálfstæðisflokksins, þá þyrftu r-listaflokkarnir þrír að ná samkomulagi við Frjálslynda flokkinn en innan þessara fjögurra flokka hafa þegar verið settar fram yfirlýsingar um að það samstarf gangi ekki upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×