Innlent

Margir hafa kosið utankjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. Þetta er töluvert meira en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum en alls kusu þá um 8.600 manns hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík.

Hægt er að kjósa utankjörfundar í Laugardalshöllinni til klukkan tíu í kvöld. Á morgun og á föstudaginn er opið frá klukkan tíu um morguninn til tíu um kvöldið. Þeir sem ætla að senda atkvæði sín með póstþjónustu Íslandspósts þurfa að gera það fyrir klukkan hálf fimm í dag til þess að vera vissir um að atkvæði þeirra berist í tæka tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×