Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. Stúdentaráð Háskóla Íslands reisti í gær skilti á sama stað þar sem athygli er vakin á húsnæðisvanda stúdenta. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs, segist ánægður með snögg viðbrögð Samfylkingarinnar og vonast til að aðrir flokkar taki einnig afstöðu til málaflokksins.
Innlent