Neitar að hafa verið við stjórnvölinn 5. maí 2006 18:49 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira