Innlent

Fjölmargir fara á mis við vaxtabætur

Mynd/Hari

Fjölmargar fjölskyldur, sem eiga von á umtalsverðum vaxtabótum eins og í fyrra, og miða jafnvel einhverjar greiðslur við það, fá ekki krónu þegar álagningarseðlarnir berast í sumar.

Þannig munu þúsundir heimila missa allar vaxtabætur, og er hækkun húsnæðisverðs um að kenna, að því er fram kom í máli Atla Gíslasonar, þingmanns vinstri grænna, á Alþingi í gærkvöldi. Hann benti á að vegna hækkunar húsnæðisverðs hækkaði eignastaða fólks umfram viðmiðunarmörk vaxtabóta, en þau hafi ekki verið hækkuð til samræmis og ekki einu sinni til samræmis við verðbólgu eins og aðrar skattmatstölur. Hann tók dæmi af einstæðri tveggja barna móður í austurborginni sem átti rúmlega þrjár milljónir í hreina eign í fyrra og fékk liðlega 200 þúsund í vaxtabætur. Vegna hækkunar húsnæðisverðs skeðist hrein eign hennar nú rúmlega sjö milljónir, en þar er bótahámarkið, þannig að nú fær hún engar bætur þrátt fyrir að skuldir og vaxtabyrði séu álíka og í fyrra. Þetta sé aðeins eitt dæmi af þúsundum, þar sem eignaverðbólgan hafi étið vaxtabærurnar upp, án þess að stjórnvöld hafi brugðist við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×