Erlent

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi minntist Chernobyl

Stjórnarandstæðingar í Minsk minntust Chernobyl-slyssins á friðsælan hátt.
Stjórnarandstæðingar í Minsk minntust Chernobyl-slyssins á friðsælan hátt. MYND/AP
Um tíu þúsund stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar komu saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í gær til að minnast fórnarlamba Tsjernóbyl slyssins sem varð í kjarnorkuveri í Úkraínu fyrir 20 árum.

Alexander Milinkevich, fyrrum forsetaframbjóðandi, segir þær aðgerðir stjórnarinnar að láta loka torgi fyrir mótmælendum, sýna að hún sé hrædd við ástandið og hugsanlegar óeirðir vegna kosninganna sem sagðar eru hafa farið óheiðarlega fram. Yfirvöld vöruðu Milinkevich við því að mæta til minningarathafnar um Tsjernóbyl. Hann lofaði þó að verða ekki við tilmælum stjórnarinnar en mótmælin fóru þó friðsamlega fram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×