Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið 25. apríl 2006 12:45 Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira