Sport

Real Madrid er að hrynja til grunna

Fernando Martin má sæta harðri gagnrýni framkvæmdastjóra Real Madrid, sem segir Martin vera að keyra félagið á hliðina
Fernando Martin má sæta harðri gagnrýni framkvæmdastjóra Real Madrid, sem segir Martin vera að keyra félagið á hliðina NordicPhotos/GettyImages

Ramon Calderon, framkvæmdastjóri Real Madrid, vandar settum forseta félagsins ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali og segir félagið vera að hrynja. Hann segir forseta félagsins ekki starfi sínu vaxinn og bendir á að áríðandi sé að nýr forseti verði kjörinn sem fyrst og þá af yfirlögðu ráði af stjórn félagsins.

"Real Madrid er að smátt og smátt að hrynja til grunna og nú er rétti tíminn til að kjósa nýjan forseta," sagði Calderon. "Það eru tveir mánuðir síðan nýr forseti tók við og hann hefur enn ekki boðað stjórnarfundar sem er fáránlegt í ljósi þeirrar krísu sem er í gangi hjá félaginu í dag. Forsetinn (Fernando Martin) sagðist þegar hann tók við ætla að taka allar ákvarðanir í samráði við stjórnina, en það hefur hann alls ekki gert," sagði Calderon, sem fordæmir vinnubrögðin hjá félaginu undanfarið og nefnir þar á meðal seinagang við ráðningu þjálfara til að taka við liðinu - en Fernando Martin hafði lofað að ganga frá því í marsmánuði.

Martin tók tímabundið við embætti forseta félagsins fyrir nokkrum mánuðum þegar Florentino Perez sagði af sér, en eftirmaður hans er ekki að gera gott mót ef marka má viðbrögð framkvæmdastjórans .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×