Enn bætast við stórstjörnur á Hrafnssýninguna 19.apríl í Ölfushöllinni. Má þar nefna topp klárhestinn og glæsi stóðhestinn Leikni frá Vakursstöðum, knapi á Leikni er hinn ungi Valdimar Bergstad. Bræðurna; Eldjárn frá Tjaldhólum, knapi Guðmundur Björgvinsson og Borða frá Fellskoti, knapi á honum er Brynjar Jón Stefánsson. Það er ekki ofsögum sagt að þeir bræður séu í topp formi, “ glæsihestar”. Síðast en ekki síst má nefna að Hans Kjerulf er lagður af stað suður með hestagullið Laufa frá Kollaleiru og eina moldótta sem lyftir létt yfir vinkilinn.
Sjá nánar HÉR