Óttast ekki andstöðu við frumvarpið 3. apríl 2006 16:58 Frumvarp iðnaðarráðherra var rætt í upphafi fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira