Sport

Flensburg í undanúrslitin þrátt fyrir tap

Þýska liðið Flensburg varð í dag fyrst liða til að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þrátt fyrir tap gegn löndum sínum í Kiel, 31:34, í hörkuspennandi leik. Flensburg vann fyrri viðureign liðanna, 28-32 þannig að Kiel hefði þurft að skora einu marki meira í dag til að komast áfram. Staðan í hálfleik var 16-17 fyrir Kiel. Það voru íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson sem dæmdu þennan leik

Nú standa yfir tveir leikir í 8 liða úrslitunum og sá fjórði og síðasti hefst kl. 17:30 þegar Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta Celje. Ciudad vann fyrri leikinn 34-27 þannig að Ólafur og félagar eru í vænni stöðu. Í leikjunum sem nú standa yfir er Barcelona 17-13 yfir gegn Portland þegar síðari hálfleikur er nýhafinn en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

15.15 Veszprém - Montpellier (Fyrri leikurinn fór 23-21 fyrir Montpellier)

15.30 Barcelona - San Antonio (Fyrri leikurinn fór 25-21 fyrir Portland)

17.30 Celje - Ciudad Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×