Innlent

Borgarráð ræðir um lóð handa Bauhaus

Borgarráð kom saman til fundar klukkan ellefu þar sem meðal annars átti að taka fyrir umsókn byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð undir verslun undir Úlfarsfelli.

Málinu hefur verið frestað nokkrum sinnum í borgarráði, meðal annars vegna athugasemda frá BYKO sem keppir á sama markaði. Stefán Jón Hafstein, formaður borgarráðs, sagði fyrir fundinn að málið verði tekið fyrir en óvíst væri hvort það yrði klárað. Bauhaus hefur þrisvar reynt að fá lóð hér á landi, fyrst í Kópavogi, þá í Garðabæ og loks í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×