Sport

Sainz sækist eftir forsetaembætti hjá Real Madrid

Carlos Sainz sækist eftir forsetaembættinu hjá Real Madrid
Carlos Sainz sækist eftir forsetaembættinu hjá Real Madrid

Hinn fyrrum tvöfaldi heimsmeistari í rallakstri, Carlos Sainz, er alvarlega að íhuga að bjóða sig fram sem næsta forseta knattspyrnuliðs Real Madrid eftir að Florentino Perez sagði af sér á dögunum.

"Ég er ekki að sækjast eftir embættinu til að koma mér í fréttirnar, því ég kláraði það allt saman þegar ég var að keppa í rallinu á sínum tíma. Ég sækist frekar eftir þessu embætti vegna þess að ég vil hjálpa uppáhalds liðinu mínu að ná eins langt og mögulegt er," sagði Sainz.

Það er Fernando Martin sem hefur verið skipaður forseti félagsins og mun hann gegna embættinu fram til ársins 2008 að öllu óbreyttu, en þá verður kosið aftur til forseta. Þó má vel vera að kosið verði fyrr ef góður kandídat gefur kost á sér í embættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×