Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls 23. febrúar 2006 22:01 MYND/Hilmar Bragi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira