Sport

Dregið í riðla fyrir EM

Sigurður Ingimundarsson landsliðsþjálfari er sáttur við mótherja íslenska liðsins í C-riðli
Sigurður Ingimundarsson landsliðsþjálfari er sáttur við mótherja íslenska liðsins í C-riðli Mynd/Teitur

Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðsins segir í viðtali á vef körfuknattleikssambandsins að hann sé nokkuð sáttur við mótherja liðsins, en bendir á að óháð mótherjunum eigi íslenska liðið að eiga góða möguleika á að komast í A-flokk, en liðið er sem kunnugt er á meðal B-þjóða í styrkleikaflokkum FIBA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×