Icelandair Group í Kauphöllina 10. febrúar 2006 13:46 MYND/Vísir Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira