Innlent

Vilja ekki einhliða styttingu framhaldssskóla

Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri mótmælir þeim hugmyndum sem uppi eru um einhliða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú til að ná fram styttingu á heildar skólagöngu fyrir stúdentspróf. Þrátt fyrir að ekki sé talað um slíka styttingu í samkomulagi KÍ og menntamálaráðuneytis frá 2. febrúar síðastliðnum virðist báðir aðilar sammála um að hrinda henni í framkvæmd og skuli undirbúningur þessarar styttingar hefjast árið 2007 til að hún geti gengið í gildi árið 2010.

Í ályktun félagsins segir að ákvarðanir af þessu tagi geta ekki talist vera heildarendurskoðun á skólakerfinu, þar sem niðurstöður séu gefnar fyrirfram í einstökum atriðum.

Kennarafélag MA mótmælir enn fremur þeim vinnubrögðum sem forysta KÍ hefur viðhaft í þessu máli, að semja á laun - án vitundar almennra félagsmanna - við ráðuneyti og ráðherra um styttingu framhaldsskólans án þess að rannsóknir eða niðurstöður endurskoðunar liggi fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×