Innlent

Vilja slíta samstarfinu um Strætó

Stigið um borð í strætisvagn á Hlemmi.
Stigið um borð í strætisvagn á Hlemmi. MYND/Heiða

Vinstri-grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfinu um rekstur Strætós b.s. og að hvert sveitarfélag um sig sjái um strætisvagnasamgöngur á sínum stað. Vinstri-grænir segja að hugmyndin að baki Strætó hafi verið að efla strætisvagnakerfið en að reynslan af samstarfinu hafi valdið miklum vonbrigðum.

Í yfirlýsingu frá Vinstri-grænum segir að fulltrúar borgarinnar hafi þurft að berjast fyrir aukinni ferðatíðni, nýjum leiðum, fjárhagsáætlun fyrirtækisins og kjarasamningum við starfsfól. "Við höfum mætt andstöðu annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hafa tafið fyrir umbótum með því að einblína á krónur og aura. Staðreyndin er hins vegar sú að gott almenningssamgöngukerfi sem vel er nýtt af íbúunum sparar milljarða í umferðarframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu öllu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×