Innlent

Sameiningarkosingar í austanverðum Flóa á laugardag

Sameiningarkosningar fara fram í þremur sveitarfélögum í austanverðum Flóa á laugardaginn kemur. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppurog Villingaholtshreppur.

Í tilkynningu frá samstarfsnefnd um sameininguna segir að kjörfundir verði í félagsheimilum hreppanna, Félagslundi, Þingborg og Þjórsárveri, og standa frá kl. 12 til 21 . Talning atkvæða fer fram á kjörstað í hverju sveitarfélagi, en niðurstöður kosninga verða kynntar sameiginlega af formanni samstarfsnefndar, Guðmundi Stefánssyni, í félagsheimilinu Þingborg þegar ú r slit liggja fyrir í öllum hreppunum.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosninganna stendur yfir hjá sýslumönnum um land allt og einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðismönnum Íslands erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×