Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbær hafa samþykkt að nýta sér þær heimildir sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti fyrir rúmri vikutil tímabundinna viðbótargreiðslna umfram gildandi kjarasamninga við stéttarfélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara.Þetta kemur fram á vefnum dagur.net.
Heimildin gildir frá 1. janúar 2006 til loka samningstíma kjarasamnings hvers félags. Launahækkanir leikskólakennaraeru í formi launaflokkahækkana og eingreiðslna.