Innlent

Menntamálaráðherra hlustaði á rödd skynseminnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra MYND/GVA

Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Utandagskrárumræða um málið fer nú fram á Alþingi. Málshefjandi, Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði þar ráðherra til hamingju með að hafa loksins hlustað á rödd skynseminnar með því að falla frá áætlunum um að þröngva styttingu náms til stúdentsprófs upp á kennara og menntakerfið. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, sagði að vonandi væri þeim hræðilegu mistökum, sem í uppsiglingu voru, nú afstýrt með samkomulagi yfirvalda við Kennarasambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×