Innlent

Björn Ingi leiðir framsóknarmenn í Reykjavík

Björn Ingi Hrafnsson tekur í höndina á Óskari Bergssyni í Laugardalshöll í gær. Anna Kristinsdóttir horfir á.
Björn Ingi Hrafnsson tekur í höndina á Óskari Bergssyni í Laugardalshöll í gær. Anna Kristinsdóttir horfir á. MYND/Pjetur

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær.

Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjóra til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörstaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×