Þrír bankar hagnast yfir 100 milljarða 27. janúar 2006 23:45 Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 25 milljörðum króna en hann var 12,7 milljarðar árið 2004. · Hreinar rekstrartekjur jukust um 82% eða 27,5 milljarða króna og námu 61 milljarði króna á meðan rekstrarkostnaður jókst um 6,5 milljarða. Auk þess tvöfölduðust heildareignir bankans nær tvöfölduðust á árinu og námu 1.405 milljörðum króna samanborið við 737 milljarða króna í lok árs 2004. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, segir ástæður fyrir þessu góða gengi tvær. Annars vegar sé það starfsfólkið sem hafi staðið sig vel og hins vegar hafi árferðið á Íslandi og annars staðar í Evrópu, þar sem bankinn hafi töluverða starfsemi, verið einstaklega gott og hagstætt bankarekstri Þá nærri þrefölduðust tekjur af erlendri starfsemi og námu samtals 10,4 milljörðum króna. Sigurjón segir 20-25 prósent tekna bankans hafa komið erlendist frá í fyrra en í ár sé gert ráð fyrir að hlutfallið verði frá þriðjungi upp í 40 prósent teknanna. Jafnt og þétt muni það þróast á þann veg að hlutinn á Íslandi verði minni. Sigurjón segir enn fremur að lagt verði til á aðalfundi bankans að greiddur verði út 30 prósenta arður en hagnaðurinn verður einnig notaður til áframhaldandi uppbyggingar á bankanum. Greint hefur verið frá því í fréttum að hagnaður KB banka í fyrra hafi numið tæpum 50 milljörðum íslenskra króna og þá skilaði Straumur Burðarás fjárfestingarbanki 26,7 milljarða króna hagnaði. Þegar hagnaði Landsbankans er bætt við nemur hagnaðurinn samtals yfir 100 milljörðum króna. Sigurjón býst við áframhaldandi vexti Landbankans þótt hann verði ekki jafnmikill og í ár. Almennt séu aðstæður góðar og verði það áfram, bankinn eigi ekki von á öðru. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 25 milljörðum króna en hann var 12,7 milljarðar árið 2004. · Hreinar rekstrartekjur jukust um 82% eða 27,5 milljarða króna og námu 61 milljarði króna á meðan rekstrarkostnaður jókst um 6,5 milljarða. Auk þess tvöfölduðust heildareignir bankans nær tvöfölduðust á árinu og námu 1.405 milljörðum króna samanborið við 737 milljarða króna í lok árs 2004. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, segir ástæður fyrir þessu góða gengi tvær. Annars vegar sé það starfsfólkið sem hafi staðið sig vel og hins vegar hafi árferðið á Íslandi og annars staðar í Evrópu, þar sem bankinn hafi töluverða starfsemi, verið einstaklega gott og hagstætt bankarekstri Þá nærri þrefölduðust tekjur af erlendri starfsemi og námu samtals 10,4 milljörðum króna. Sigurjón segir 20-25 prósent tekna bankans hafa komið erlendist frá í fyrra en í ár sé gert ráð fyrir að hlutfallið verði frá þriðjungi upp í 40 prósent teknanna. Jafnt og þétt muni það þróast á þann veg að hlutinn á Íslandi verði minni. Sigurjón segir enn fremur að lagt verði til á aðalfundi bankans að greiddur verði út 30 prósenta arður en hagnaðurinn verður einnig notaður til áframhaldandi uppbyggingar á bankanum. Greint hefur verið frá því í fréttum að hagnaður KB banka í fyrra hafi numið tæpum 50 milljörðum íslenskra króna og þá skilaði Straumur Burðarás fjárfestingarbanki 26,7 milljarða króna hagnaði. Þegar hagnaði Landsbankans er bætt við nemur hagnaðurinn samtals yfir 100 milljörðum króna. Sigurjón býst við áframhaldandi vexti Landbankans þótt hann verði ekki jafnmikill og í ár. Almennt séu aðstæður góðar og verði það áfram, bankinn eigi ekki von á öðru.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira