Sport

Hefur áhyggjur af Manchester United

Eric Cantona hefur sterkar skoðanir á félaginu sem hann elskar
Eric Cantona hefur sterkar skoðanir á félaginu sem hann elskar NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum knattspyrnugoðið Eric Cantona liggur aldrei á skoðunum sínum þegar kemur að knattspyrnu og nú hefur hann gefið það út að Manchester United spili ekki nógu áferðarfallega knattspyrnu og segist óttast að félagið missi sjónar af gömlum og góðum gildum sínum.

"Ég hef áhyggjur af liðinu eftir að Glazer-feðgar tóku við og Roy Keane hætti, því félagið verður að halda í hefðina. Ef það missir sjónar af sterkri hefð sinni, yrði það áhyggjuefni, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum þegar komið er fram við leikmenn eins og rollur," sagði Cantona, sem segist óttast að andi félagsins gæti hafa dáið með George Best.

"Dauði George Best gæti haldist í hendur við dauða sálar félagsins, sem alla tíð hefur geta fengið til sín leikmenn eins og George Best, Bobby Charlton og Roy Keane, þar sem hver og einn þessara manna fékk að vera hann sjálfur og blómstraði í kjölfarið. Þannig var því farið með sjálfan mig á sínum tíma. Ég fékk að vera ég sjálfur og fólkið elskaði mann eins og maður var," sagði Best í samtali við The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×