Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu 9. janúar 2006 19:45 Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira