Fazmofélagi kýldi Sveppa 9. janúar 2006 19:09 Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira