Uppsprengt verð á minningartónleika Díönu 14. desember 2006 17:30 Vilhjálmur prins verður væntanlega ekki ánægður með svartamarkaðsbraskarana sem eru að reyna að græða á minningartónleikum um móður hans. Góðgerðartónleikar til minningar um Díönu prinsessu eru þegar orðnir að fórnarlambi svartamarkaðsbraskara sem nú selja miða á uppsprengdu verði. Samkvæmt fréttavef BBC voru miðar á tónleikana þegar boðnir til sölu á eBay áður en miðarnir voru boðnir til sölu. Eftir því sem BBC kemst næst hafa miðar sem keyptir voru á 45 pund eða rúmar sex þúsund krónur verið seldir á fimmföldu verði en uppselt varð á tónleikana aðeins nokkrum mínútum eftir að miðasala hófst. Talsmenn eBay urðu þessa strax varir og sökum hvers sé verið að minnast hafa stjórnendur uppboðsvefjarins ákveðið að loka öllum tenglum sem vísa á svarta miða. „Fyrirtækið vill ekki sverta minningu Díönu prinsessu heldur frekar gera sitt til að halda minningu hennar á lofti. Því hefur verið ákveðið að banna sölu á vef eBay," sagði talsmaður fyrirtækisins. Synir Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, tilkynntu um tónleikana fyrr í þessari viku og sögðu í samtali við fjölmiðla að tónleikarnir ættu að vera afmælisgjöf til móður þeirra. Á næsta ári verða tíu ár liðin síðan Díana dó í bílslysi í París. „Við viljum halda tónleika sem eru fullir af orku og gleði, rétt eins og mamma hefði ábyggilega viljað." Samkvæmt vef BBC voru allar símalínur rauðglóandi þegar sala á miðum hófst í gær klukkan níu að staðartíma en fleiri verða settir í sölu á nýju ári. Meðal þeirra sem koma fram eru Duran Duran, Elton John, Pharrell Williams og Joss Stone en tónleikarnir verða á nýja Wembley-leikvanginum 1. júlí. Díana Prinsessa allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar góðs málefnis sem prinsessan studdi með ráðum og dáðum . Duran Duran hljómsveitin goðsagnakennda ætlar að spila á minningartónleikunum. . Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Góðgerðartónleikar til minningar um Díönu prinsessu eru þegar orðnir að fórnarlambi svartamarkaðsbraskara sem nú selja miða á uppsprengdu verði. Samkvæmt fréttavef BBC voru miðar á tónleikana þegar boðnir til sölu á eBay áður en miðarnir voru boðnir til sölu. Eftir því sem BBC kemst næst hafa miðar sem keyptir voru á 45 pund eða rúmar sex þúsund krónur verið seldir á fimmföldu verði en uppselt varð á tónleikana aðeins nokkrum mínútum eftir að miðasala hófst. Talsmenn eBay urðu þessa strax varir og sökum hvers sé verið að minnast hafa stjórnendur uppboðsvefjarins ákveðið að loka öllum tenglum sem vísa á svarta miða. „Fyrirtækið vill ekki sverta minningu Díönu prinsessu heldur frekar gera sitt til að halda minningu hennar á lofti. Því hefur verið ákveðið að banna sölu á vef eBay," sagði talsmaður fyrirtækisins. Synir Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, tilkynntu um tónleikana fyrr í þessari viku og sögðu í samtali við fjölmiðla að tónleikarnir ættu að vera afmælisgjöf til móður þeirra. Á næsta ári verða tíu ár liðin síðan Díana dó í bílslysi í París. „Við viljum halda tónleika sem eru fullir af orku og gleði, rétt eins og mamma hefði ábyggilega viljað." Samkvæmt vef BBC voru allar símalínur rauðglóandi þegar sala á miðum hófst í gær klukkan níu að staðartíma en fleiri verða settir í sölu á nýju ári. Meðal þeirra sem koma fram eru Duran Duran, Elton John, Pharrell Williams og Joss Stone en tónleikarnir verða á nýja Wembley-leikvanginum 1. júlí. Díana Prinsessa allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar góðs málefnis sem prinsessan studdi með ráðum og dáðum . Duran Duran hljómsveitin goðsagnakennda ætlar að spila á minningartónleikunum. .
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira